Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Bráðadagurinn

7. mars 2025

09:00 til 15:00

Staðsetning auglýst síðar

Árlega er haldin ráðstefna á vegum bráðaþjónustu Landspítala þar sem kynntar eru rannsóknir og verkefni sem unnin hafa verið í tengslum við bráðaþjónustu á Íslandi. Hefð hefur skapast fyrir því að fá sérfræðinga til að kynna störf sín og rannsóknir tengd þema dagsins.

Yfirskrift ráðstefnu

Bráðavandamál barna

Árlega er haldin ráðstefna á vegum bráðaþjónustu Landspítala þar sem kynntar eru rannsóknir og verkefni unnin í tengslum við bráðaþjónustu á Íslandi. Sérfræðinga kynna störf sín og rannsóknir tengd þema dagsins.

Bráðadagurinn er uppskeruhátíð rannsókna- og starfsþróunarverkefna bráðaþjónustu og mikilvægur liður í símenntun starfsfólks.

Bráðadagurinn 7. mars 2025

Áhersla er lögð á bráðavandamál barna, bráð veikindi og áverka, ofbeldi og geðrænan vanda og annað sem bráðaþjónustan sinnir.

  • Verð: Auglýst síðar

  • Staðsetning: Auglýst síðar

  • Dagskrá: Auglýst síðar

Ráðstefnan er þverfagleg og fyrir fagfólk í þjónustu bráðveikra einstaklinga hvaðanæva að úr samfélaginu.

Óskað er eftir ágripum

Óskað er eftir ágripum um rannsóknir eða verkefni úr bráðaþjónustu, bráðalækningum, bráðahjúkrun, sjúkraflutningum og landsbyggðarlækningum tengt börnum í bráðum vanda.

  • Ágrip geta fjallað um meðferðir, samstarf, öryggi og umhverfi bráðveikra og slasaðra einstaklinga.

  • Ágrip verða ritrýnd og birt í fylgiriti Læknablaðsins.

Skilafrestur ágripa 3. febrúar 2025

Nánari upplýsingar veita:

  • Dagný Halla Tómasdóttir, skrifstofustjóri sími 543 8215

  • Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir, lektor í bráðalækningum sími 543 2210