Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Túlkaþjónusta

Túlkaþjónusta

Landspítali tryggir að sjúklingar sem tala ekki íslensku eða nota táknmál, fái túlkun og aðra þjónustu samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga.

Landspítali útvegar túlk þegar þarf

Starfsfólk á Landspítala pantar túlk þegar þarf og passar að sjúklingar fái og skilji mikilvægar upplýsingar eins og:

  • heilsufar og batahorfur

  • fyrirhugaða meðferð, áhættu og gagnsemi

  • aðra valkosti og afleiðingar þess að gera ekkert

  • möguleikann á að fá álit annars læknis

Upplýsingar skulu gefnar strax, svo sjúklingur geti tekið upplýstar ákvarðanir um meðferð sína.

  • Samningur er í gildi við Alþjóðasetur til að tryggja aðgengi að túlkaþjónustu fyrir sjúklinga sem ekki tala íslensku.

  • Starfsfólk staðfestir veitta túlkun í sjúkraskrá sjúklings.