Fræðsluefni
Bæklingar
Myndbönd
NOX T3 Uppsetning
Sjálfvirk ræsing og mælingar
Myndbönd um notkun á kæfisvefnstæki á vef framleiðenda
Nefpúðagríma
Andlitsgríma
Nefgríma
Smáforrit
myAir er smáforrit þar sem þú getur fylgst með árangri meðferðar og fengið upplýsingar um tækið og meðferðina.
Á hverjum morgni sýnir myAir þér hvernig meðferðin gekk um nóttina og gefur þér einkunn.
Upplýsingar birtast um hversu lengi þú notaðir tækið, fjölda öndunarhléa og hvort leki sé við grímuna. Einnig sérðu hversu oft þú tókst grímuna af þér.
Smáforritið býður einnig upp á stuðning, þjálfun og fræðslu.
Þú getur sótt myAir farsímaforritið í App Store® (myAir™ by ResMed EMEA dans l’App Store) og Google Play™ (myAir™ by ResMed EMEA – Leikir á Google Play).
