Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Sálfræðiþjónusta á Landspítala

Sálfræðiþjónusta Landspítala endurspeglar hlutverk Landspítala og veitir bæði almenna en að mestu leyti sérhæfða sálfræðiþjónustu.

Þjónustan fer fram á mismunandi þjónustustigum

Hvort sem um er að ræða legudeildir, dagdeildir eða göngudeildir um allan spítalann og er einnig hluti af bráðaþjónustu spítalans eins og neyðarmóttöku kynferðisofbeldis, móttöku heimilisofbeldis og bráðamóttöku geðþjónustu.

Sálfræðiþjónustan tekur þátt í að veita þverfaglega þjónustu og leggur áherslu á gott þverfaglegt samstarf. 

Bein og óbein sálfræðiþjónusta

Það fer fram fjölbreytt starf í sálfræðiþjónustu Landspítala og skipta má starfinu í beina og óbeina sálfræðiþjónustu.

  • Bein sálfræðiþjónusta felur í sér beina klíníska vinnu með sjúklingum og aðstandendum þeirra, eins og einstaklings- og hópmeðferð af ýmsu tagi, greiningu og kortlagningu vanda, fræðslu og áfallahjálp.

  • Óbein sálfræðiþjónusta felur meðal annars í sér handleiðslu, þjálfun og fræðslu til starfsfólks og annarra fagstétta, ásamt gerð fræðsluefnis fyrir bæði sjúklinga og starfsfólk.

  • Einnig kemur sálfræðiþjónustan að gerð klínískra leiðbeininga í samvinnu við aðrar fagstéttir.  

Kennsla og vísindastarf

Sálfræðiþjónustan er í virku samstarfi við sálfræðideildir háskólanna og er vettvangur starfsnáms, sérmenntunar og vísindastarfs.

Sálfræðingar Landspítala taka þátt í kennslu í sálfræðideild HÍ og HR (bæði BS og meistaranámi) og leiðbeina BS-, meistara- og doktorsnemum í lokaverkefnum í sálfræði. Einnig sinna sálfræðingar spítalans kennslu við Læknadeild HÍ ásamt kennslu í sérnámi geðlækna og í meistaranámi í geðhjúkrun á Landspítala.

Þróun og gæðastarf

Sálfræðiþjónustan leggur jafnframt áherslu á að vera í samstarfi við erlenda sérfræðinga og stofnanir til að stuðla að því að innan þjónustunnar séu viðhöfð bestu vinnubrögð á grunni nýjustu gagnreyndu þekkingarinnar.

Innan sálfræðiþjónustu er einnig unnið að umbótaverkefnum, þróun og gæðastjórnun.