Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Örugg dvöl á sjúkrahúsi

Átta ráð/leiðbeiningar fyrir sjúklinga sem leggjast inn á Landspítala sem auðvelda þeim að hafa áhrif á og taka þátt í eigin meðferð. Markmiðið er að fyrirbyggja byltur, ranga lyfjagjöf, tryggja farsæla útskrift og hvetja fólk til að viðra áhyggjur sínar um meðferð, svo eitthvað sé nefnt.

8 einföld atriði sem gott er að hafa í huga til að sjúkrahúsdvölin verði sem öruggust

Byltur:

  • Vertu í stömum sokkum, sem þú getur fengið á deildinni, eða í góðum og stöðugum skóm.

  • Notaðu hjálpartæki við göngu ef þörf er á.

  • Láttu okkur vita ef þig vantar aðstoð eða fylgd.


Blóðtappi:

  • Hreyfðu þig eins mikið og þér er ráðlagt.

  • Reyndu að gera einfaldar æfingar fyrir fætur og ökkla.

  • Notaðu stuðningssokka ef starfsfólkið ráðleggur þér það.

  • Drekktu vökva samkvæmt ráðleggingum.

  • Spurðu hvort þú þurfir blóðþynningarlyf.

Sýkingar:

  • Þvoðu hendur eftir salernisferðir og sprittaðu þær fyrir máltíðir.

  • Ekki hika við að spyrja starfsfólk hvort það hafi hreinsað hendur áður en það sinnir þér.

  • Láttu vita ef þú hefur niðurgang, uppköst, kvef eða flensueinkenni.

Lyf:

  • Láttu okkur vita ef þú hefur ofnæmi fyrir lyfjum.

  • Talaðu við starfsfólk deildar ef þú þekkir ekki lyfin sem þú færð eða hefur áhyggjur af áhrifum þeirra.

  • Fáðu upplýsingar um hugsanlegar aukaverkanir lyfja.

Þrýstingssár:

  • Vertu eins mikið á fótum og hægt er.

  • Skiptu oft um stellingu og láttu vita ef það fer illa um þig.

  • Starfsfólk aðstoðar gjarnan við að hagræða þér og getur útvegað sérstaka dýnu eða kodda til stuðnings.

Persónu upplýsingar:

  • Kannaðu hvort upplýsingar á auðkennisarmbandi eru réttar.

  • Vertu viss um að við séum með réttar upplýsingar um nánasta aðstandanda þinn.

  • Láttu vita um ofnæmi svo hægt sé að skrá það í sjúkraskrá og gera viðeigandi ráðstafanir.

Áhyggjur:

  • Við viljum gjarnan aðstoða þig. Láttu okkur vita ef þú hefur áhyggjur varðandi meðferðina eða við hverju má búast eftir útskrift.

Útskrift:

  • Fyrir útskrift áttu að fá:

  • Skriflegt fræðsluefni ef við á.

  • Upplýsingar um hvað þú getur gert til að stuðla að betri líðan.

  • Upplýsingar um lyf og hvernig á að nota þau.

  • Upplýsingar um hugsanleg hættumerki og hvert á að leita ef þú hefur spurningar eða áhyggjur.

  • Endurkomutíma ef við á.

Fræðsluefni á öðrum tungumálum:

Þetta fræðsluefni er hannað af Guy's and St. Thomas' NHS Foundation Trust og MultiAdaptor í Bretlandi og þýtt og staðfært með leyfi útgefanda. Það hefur verið gefið út á fjölmörgum tungumálum.