Þjónusta
Teymið þjónustar börn og unglinga undir 18 ára aldri með krabbamein eða alvarlega og sjaldgæfa blóðsjúkdóma sem þurfa sérhæfða meðferð.
Teymið
Sér um greiningu, meðferð og eftirfylgni barnanna í nánu samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk, bæði innan og utan Landspítalans.
Veitir fræðslu og stuðning til fjölskyldna og annarra sem koma að umönnun barnsins, eins og starfsfólks í leik- eða grunnskóla.
Tekur virkan þátt í rannsóknum og þróun til að bæta þjónustu og horfur barna til framtíðar.
Samanstendur af sérhæfðum læknum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, næringarfræðingum og sjúkraþjálfurum.
Aðrir sérfræðingar, eins og klínískur lyfjafræðingur og fagaðilar í sálgæslu, vinna náið með teyminu.
Stuðningsfélög
