VPN tenging með Cisco Anyconnect
Landspítali býður notendum örugga tengingu við tölvukerfi með VPN
Þú þarft forrit frá Cisco sem heitir AnyConnect
Hægt er að sækja það á slóðinni https://vpn.landspitali.is. Auðkenning er notandanafn og lykilorð sem þú fékkst frá Landspítala.
Velja Windows desktop (eða það sem passar við þitt stýrikerfi). Þá ætti uppsetningarskrá að hlaðast inn á vélina þína. Það þarf að keyra hana með auknum réttindum (administrator) og klára uppsetningarferlið.
- Ef að þú ert starfsmaður Landspítala þarftu að vera á Landspítala tölvu til að tengjast VPN og þá er þetta forrit nú þegar uppsett hjá þér.
Opnaðu AnyConnect
Opna AnyConnect forritið. Það ætti að keyrast stjálfkrafa þegar tölvan er ræst.
Ef forritið er ekki í tólastikunni þá þarf að ræsa það upp.
Einfaldast að ýta á windows eða start takkann á lyklaborðinu og leita að „AnyConnect“
Innskráðu þig
Í glugganum sem kemur upp þegar forritið er keyrt þarf að skrifa vpn.landspitali.is og smella á connect.
Eftir fyrstu innskráningu ætti að birtast LSH-VPN í glugganum eða í fellilista og því þarf ekki að breyta
Fjölþátta auðkenning
Ef þú ert beðinn um að setja inn auðkenningarkóða þarftu að tryggja að fjölþátta auðkenning sé virk.Sækju auðkenningarapp í símann, til dæmis Microsoft Authenticator eða Google Authenticator. Öppin má finna í App Store fyrir iPhone notendur eða Play Store fyrir Android notendur.
Opnaðu vafra (browser) í incognito mode (Chrome), private browsing (Safari), InPrivate Mode (Edge), Private mode (Firefox) eða sambærilegu í þínum vafra.
Farðu inn á https://aka.ms/mfasetup.
Skráðu inn notandanafn og lykilorð sem þú fékkst frá Landspítalanum, með endingunni @landspitali.is.Smelltu á Add method og veldur þar Authenticator App.
Ef þú ætlar að nota Microsoft Authenticator, velur þú Next/Áfram Ef þú ætlar að nota Google Authenticator velur þú: I want to use a different authenticator app.
Velja Next /Áfram. Þá birtist QR kóði á vefsíðunni sem þú átt að skanna inn með Appinu í símanum.
Opnaðu App-ið í símanum. Skannaðu inn QR kóðann sem birtist á vefsíðunni. Ef þú finnur ekki Scan QR hnappinn í App-inu þá gætir þú þurft að ýta á + (plús tákn).
Tenging komin á.
Ef þú lendir í vandræðum er einfaldast að hafa samband við Þjónustumiðstöð í síma 543-1550 eða senda póst á 1550@landspitali.is.
