Kennsla
Starfsfólk bókasafns aðstoðar við heimildaleitir í gagnasöfnum, sem safnið er áskrifandi að og aðstoðar við vandamál tengd heimildaskráningu í EndNote. Upplýsingar og tímapantanir í síma 543 1450 eða bokasafn@landspitali.is.
Heimildarskráningarstaðlar
Tímarit í:
Læknisfræði styðjast oftast við Vancouver staðal ( Uniform Requirements for Manuscripts Submitted to Biomedical Journals) eða afbrigði af honum.
Sálfræði, hjúkrun og fleiri fræðigreinum miða gjarnan við APA staðalinn (American Pscycological Association).
Nánari upplýsingar um heimildarskráningu
Kennsla og námskeið
Bókasafn Landspítala þjónar kennurum og nemendum á Heilbrigðisvísindasviði HÍ. Starfsfólk bókasafnsins kennir heimildaleit á heilbrigðissviði og notkun heimildaskráningarforritsins EndNote í ýmsum námskeiðum. Kennslan er skipulögð í samráði við kennara og fer helst fram í tengslum við ritgerðavinnu eða aðra heimildavinnu nemenda.
Kennarar geta pantað kennslu og fengið upplýsingar í síma 543 1450 eða á bokasafn@landspitali.is.
Sérsniðin námskeið fyrir deildir og hópa
Bókasafnið býður upp á námskeið fyrir deildir og hópa starfsfólks þar sem farið er yfir helstu leiðir til upplýsingaöflunar og þá þjónustu sem bókasafnið veitir í klínísku starfi og rannsóknum. Námskeiðin eru sniðin að þörfum hvers hóps. Nánari upplýsingar í síma 543 1450 eða á bokasafn@landspitali.is.
Á bókasafninu í Eirbergi er kennsluaðstaða með sex tölvum.
