Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Kennsla

Starfsfólk bókasafns aðstoðar við heimildaleitir í gagnasöfnum, sem safnið er áskrifandi að og aðstoðar við vandamál tengd heimildaskráningu í EndNote. Upplýsingar og tímapantanir í síma 543 1450 eða bokasafn@landspitali.is.

Heimildarskráningarstaðlar

Tímarit í:

  • Læknisfræði styðjast oftast við Vancouver staðal ( Uniform Requirements for Manuscripts Submitted to Biomedical Journals) eða afbrigði af honum.

  • Sálfræði, hjúkrun og fleiri fræðigreinum miða gjarnan við APA staðalinn (American Pscycological Association).

Nánari upplýsingar um heimildarskráningu

Kennsla og námskeið

Bókasafn Landspítala þjónar kennurum og nemendum á Heilbrigðisvísindasviði HÍ. Starfsfólk bókasafnsins kennir heimildaleit á heilbrigðissviði og notkun heimildaskráningarforritsins EndNote í ýmsum námskeiðum. Kennslan er skipulögð í samráði við kennara og fer helst fram í tengslum við ritgerðavinnu eða aðra heimildavinnu nemenda.

Kennarar geta pantað kennslu og fengið upplýsingar í síma 543 1450 eða á bokasafn@landspitali.is.

Sérsniðin námskeið fyrir deildir og hópa

Bókasafnið býður upp á námskeið fyrir deildir og hópa starfsfólks þar sem farið er yfir helstu leiðir til upplýsingaöflunar og þá þjónustu sem bókasafnið veitir í klínísku starfi og rannsóknum. Námskeiðin eru sniðin að þörfum hvers hóps. Nánari upplýsingar í síma 543 1450 eða á bokasafn@landspitali.is.

Á bókasafninu í Eirbergi er kennsluaðstaða með sex tölvum.