Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Vilborg og Þórður fengu fálkaorðuna

18. júní 2025

Tveir einstaklingar frá Landspítala voru sæmdir heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu þann 17. júní.

Fimmtán einstaklingar fengu fálkaorðuna í gær við hátíðlega athöfn á Bessa­stöðum. Þar af voru tveir starfsmenn Landspítala.

Vil­borg Guðbjörg Guðna­dótt­ir geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur fékk fálkaorðuna fyr­ir fram­lag til geðheil­brigðismála barna, ung­linga og fjöl­skyldna.

Þórður Þórkels­son barna­lækn­ir fékk fálkaorðuna fyr­ir fram­lag til nýbura­lækn­inga og barna­gjör­gæslu.

Þá var Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur sæmd fálkaorðunni fyrir störf sín í þágu sjálfbærni, jafnréttis- og mannúðarmála. Guðrún er formaður Hollvina Grensásdeildar sem safna fé til tækjakaupa og endurbóta á húsnæði deildarinnar.

Á vef forsetaembættisins er hægt að nálgast lista yfir alla orðuhafana.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af Eyþóri Árnasyni fyrir skrifstofu forseta Íslands.