Vegleg gjöf frá Íslenska gámafélaginu
2. janúar 2025
Fulltrúar frá Íslenska gámafélaginu komu færandi hendi á Barnaspítala Hringsins í vikunni fyrir jól og afhentu styrk úr dósasjóð fyrirtækisins, en í sjóðinn safnast skilagjald af flöskum og dósum frá starfsstöðvum og viðskiptavinum fyrirtækisins.
Í 25 ár hefur Barnaspítali Hringsins notið góðs af styrk frá Íslenska Gámafélaginu og í ár fékk spítalinn þrjár milljónir afhentar.
Á myndinni tekur Áslaug Salka Grétarsdóttir við styrknum fyrir hönd Barnaspítala Hringsins. Frá vinstri: Ásta María Harðardóttir, Ólafur Thordersen, Áslaug Salka Grétarsdóttir og Auður Pétursdóttir.
Landspítali þakkar kærlega fyrir þessa veglegu gjöf.
