Þessi frétt er meira en árs gömul
Útskrifað úr sérnámi í klínískri lyfjafræði í fimmta sinn
29. október 2024
Þau Bergdís Elsa Hjaltadóttir, Helma Björk Óskarsdóttir og Gunnar Steinn Aðalsteinsson útskrifuðust á dögunum úr sérnámi í klínískri lyfjafræði.
Námið er starfstengt framhaldsnám sem unnið er í nánu samstarfi HÍ og Landspítala og fer að mestu fram á sjúkrahúsapóteki spítalans og deildum hans.
Nánar er greint frá viðburðinum í frétt á vef Háskóla Íslands þar sem einnig má sjá svipmyndir frá athöfninni.
Hér má fræðast nánar um nám í klínískri lyfjafræði.
