Umbótaverkefni kynnt í Hringsal
8. apríl 2025
Nemar í sérfræðinámi í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði kynntu umbótaverkefni sín og útkomu úr þeim í Hringsal í byrjun apríl.
Vinnan við umbótaverkefnin hefur verið í gangi frá því í byrjun hausts og voru þau unnin samkvæmt aðferðafræði umbótarannsókna, undir handleiðslu Ameliu Samuel á gæðadeild spítalans.
Alls voru sjö verkefni kynnt og eftir hverja kynningu var gefinn kostur á spurningum og sköpuðust talsverðar umræður um verkefnin.
Anna Tómasdóttir: Skjáborð á göngudeild smitsjúkdóma B1
Fanney Viktoría Kristjánsdóttir: Bættar mælingar á lífsmörkum og þyngd hjá þjónustuþegum á Laugarási Meðferðargeðdeild
Guðrún Árnadóttir: Fræðsla og upplýsingar um verkjameðferð og notkun verkjamatskvarða í tengslum við aðgerð vegna brjóstakrabbameins
Sigurveig Ósk Pálsdóttir: Notkun markvissra aðferða til að hvetja til hreyfingar í fæðingu og styðja þannig við eðlilegt fæðingarferli
Sjöfn Kjartansdóttir og Sölvi Sveinsson: Aukin skráning á taugamati gjörgæslusjúklinga
Svana Katla Þorsteinsdóttir: Bætt skráning og eftirlit á bráðamóttöku Barnaspítala hringsins.
Þuríður Geirsdóttir og Sigríður Rúna Þóroddsdóttir: Stytt tímalengd föstu á tæra drykki fyrir skurðaðgerð
