Þessi frétt er meira en árs gömul
Umbótaverkefni á geðþjónustu Landspítala
21. nóvember 2024
Á geðsviði Landspítala er nú farið í gang umbótaverkefni um notendastýrðar stuðningsinnlagnir
Innlagnirnar eru ætlaðar fyrir fólk með alvarlegan tilfinningalegan óstöðugleika sem stundar sjálfskaða eða sjálfsvígshegðun.
Hugsunin er að einstaklingurinn meti sjálfur að þörf sé á innlögn og getur hann þá lagst inn í stuttan tíma án þess að fara í gegnum bráðaþjónustuna. Sjúklingurinn fær þá aukna stjórn, hefur meira að segja um inngrip og fær fyrr hjálp.
Aðferðin hefur verið notuð í nágrannalöndum okkar um nokkurt skeið með góðum árangri og hafa sjúklingar kunnað vel að meta inngrip með þessum hætti þegar þrengir að í þeirra lífi.
Viðmælendur í myndbandinu eru Ragnheiður H. Eiríksdóttir Bjarman, geðhjúkrunarfræðingur á Landspítala og Joachim Eckerström, doktor í geðhjúkrunarfræði við Karolinska spítalann.
https://player.vimeo.com/video/1029662577?badge=0&autopause=0&player%5Fid=0&app%5Fid=58479
