Tvöfalt fleiri börn í meðferð við átröskun
27. janúar 2025
Fjöldi barna sem hefur hafið meðferð hjá átröskunarteymi barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) síðustu ár hefur tvöfaldast.
Átröskun er einn alvarlegasti geðsjúkdómur sem einstaklingar geta fengið, enda getur hann endað með dauða sé ekki gripið inn í.
Unnsteinn Jóhannson, verkefnastjóri og ráðgjafi hjá BUGL, var í viðtali við Morgunblaðið þar sem hann sagði frá árlegri ráðstefnu BUGL sem haldin verður næsta föstudag, 31. janúar kl. 8:00-15:40, í Salnum í Kópavogi. Í ár er yfirskriftin „Bak við spegilinn“ og verður einblínt á meðferð og áskoranir barna og ungmenna með átröskun.
Miðasölu lýkur í dag en einnig er hægt að kaupa miða í streymi. Miðasala og nánari upplýsingar hér.
