Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Tilkynning frá farsóttanefnd Landspítala

29. janúar 2025

Farsóttanefnd hefur tekið stöðuna á inflúensu og öðrum öndunarfæraveirum á Landspítala og telur ekki ástæðu til að aflétta grímuskyldu að svo komnu máli.

Næsta endurskoðun verður 4. febrúar.

Grímuskylda er í sjúklingasamskiptum. Heimsóknargestir og aðrir sem eiga erindi inn á spítalann skulu bera grímu.

Enn hvetjum við starfsmenn til bólusetninga gegn inflúensu. Einnig hvetjum við til þess að inniliggjandi sjúklingum verði boðin bólusetning.