Tilkynning frá farsóttanefnd
21. janúar 2025
Farsóttanefnd ákvað á fundi sínum í morgun að halda grímuskyldu í sjúklingasamskiptum áfram ásamt auknum snertiflataþrifum.
Þetta er gert í ljósi viðvarandi inflúensu ásamt öðrum öndunarfærasýkingum.
Í samskiptum við inniliggjandi sjúklinga ber starfsmaður grímu.
Í samskiptum við ferlisjúklinga ber sjúklingur grímu.
Heimsóknargestir og aðrir gestir bera grímu.
Áfram er hvatt eindregið til inflúensubólusetninga - bæði starfsfólks og inniliggjandi sjúklinga.
Ákvörðun þessi verður endurskoðuð næst að viku liðinni - 28. janúar
