Þjónustukönnun sjúklinga 2025
11. nóvember 2025
Þjónustukönnun sjúklinga á Landspítala er gerð árlega. Tilgangurinn er að fá upplýsingar um viðhorf sjúklinga til þjónustu spítalans og að nota niðurstöðurnar til umbóta í þjónustu við sjúklinga.

Starfsfólk Landspítala leggur sig fram um að koma fram við sjúklinga af virðingu og endurspeglast það í nýjustu þjónustukönnun sjúklinga. Þar svara 99% sjúklinga því til að komið hafi verið fram við þá af virðingu á meðan dvalið var á spítalanum, þar af sögðu flestir að framkoma starfsfólks hefði ávallt einkennst af virðingu.
Nær öllum sjúklingum fannst þeim hafa verið sýnd umhyggja á spítalanum auk þess sem flestum fannst upplýsingagjöfin góð: 87% sjúklinga fannst þeir hafa fengið upplýsingar um hvað þeir ættu eða ættu ekki að gera eftir útskrift og 81% sagðist hafa verið upplýst um við hvern þeir ættu að hafa samband ef þeir hefðu áhyggjur af ástandi sínu eða meðferð eftir útskrift.
Hér fyrir neðan má sjá nánari niðurstöður úr þjónustukönnun Landspítala en hún er lögð árlega fyrir lagskipt slembiúrtak sjúklinga sem dvöldu á legudeildum.








Heildarniðurstöður könnunarinnar má nálgast hér.
