Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Styrkir til ungra vísindamanna

13. desember 2024

Vísindasjóður Landspítala afhenti fimm nýja styrki til ungra vísindamanna á Landspítala til klínískra rannsókna.

Á myndinni eru frá vinstri: Sigríður Bergþórsdóttir, Magnús Gottfreðsson, Jóna Freysdóttir, Elva Rún Rúnarsdóttir, Arna Rut Emilsdóttir, Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir, Stefanía Katrín Finnsdóttir, Eirný Þórólfsdóttir og Karl Andersen.

Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. desember 2024 í Hringsal, Landspítala. Styrkirnir námu 1,5 og 3 milljónum króna hver, en veitt var úr sjóðnum í annað skipti til 2ja ára.

Vísindasjóður Landspítala í krafti vinnu Vísindaráðs Landspítala hefur veitt styrki til ungra vísindamanna á Landspítala síðan árið 2011 og nemur heildarfjárhæð styrkja sem sjóðurinn hefur úthlutað til ungra vísindamanna rúmlega 160 milljónum króna. Markmið þessara styrkja er að efla klínískar rannsóknir á Landspítala og styðja við rannsóknarvirkni nýútskrifaðra starfsmanna spítalans.

Karl Andersen prófessor í hjartalæknisfræði, hjartadeild Landspítala og formaður Vísindaráðs setti athöfnina og flutti ávarp.

Styrkþegar 2ja ára styrkja frá árinu 2023, Oddný Brattberg Gunnarsdóttir, sérnámslæknir, lyflækninga- og bráðasviði, Elías Sæbjörn Eyþórsson, sérfræðilæknir, lyflækningum og Páll Guðjónsson, sérfræðilæknir, lyflækningum krabbameina, kynntu framgang sinna verkefna og formaður Vísindaráðs afhenti nýjum styrkþegum viðurkenningarskjal.

Styrkþegar fluttu að lokum stuttan fyrirlestur til kynningar á sínum fjölbreyttu vísindaverkefnum. Fundarstjóri var Sigríður Bergþórsdóttir.

Styrkhafar og verkefni þeirra:

Elva Rún Rúnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóriMeðumsækjandi: Rafn Benediktsson, forstöðulæknirRannsókn: Skimun á fótum í áhættu hjá einstaklingum með sykursýki týpu 2 á Íslandi: Flokkun og algengi miðað við IWGDF staðlaHlýtur styrk að upphæð 1.500.000 Íkr.

Arna Rut Emilsdóttir, sérnámslæknir
Meðumsækjandi: Jón Jóhannes Jónsson, læknir, Erfða- og sameindalæknisfræðideild, LæknadeildRannsókn: Meðferðarbærar arfgerðir – hlutfall fyrirliggjandi greininga á ÍslandiHlýtur styrk að upphæð 1.500.000 Íkr.

Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir, sérnámslæknir
Meðumsækjandi: Þorvarður Jón Löve, sérfræðilæknirRannsókn: Lifun og dánarorsakir einstaklinga með góðkynja einstofna mótefnahækkun - niðurstöður úr Blóðskimun til bjargarHlýtur styrk að upphæð 1.500.000 Íkr.

Stefanía Katrín Finnsdóttir, sérnámslæknir
Meðumsækjandi: Ólöf Bjarnadóttir, sérfræðilæknirRannsókn: Brjóstakrabbamein á Íslandi 2004-2023, meðferðarheldni innkirtlameðferðar, erfðir og horfur hjá ungum sjúklingumHlýtur styrk að upphæð 3.000.000 íkr. sem veittur er til 2 ára.

Eirný Þórólfsdóttir, erfðaráðgjafi við Erfða- og sameindalæknisfræðideild
Meðumsækjandi: Hans Björnsson, Yfirlæknir, Erfða- og sameindalæknisfræðideild, Læknadeild,Rannsókn: Svipgerðargreining á sjúkdómum sem tengjast utangenakerfinu með áherslu á Pilarowski-Bjornsson heilkenniðHlýtur styrk að upphæð 3.000.000 íkr. sem veittur er til 2 ára.

Vísindasjóður Landspítala óskar styrkþegum til hamingju og áframhaldandi velgengni í sínum verkefnum.

Ljósmyndari Landspítala var viðstaddur athöfnina og smellti af meðfylgjandi myndum.

Styrkir til ungra vísindamanna
Styrkir til ungra vísindamanna
Styrkir til ungra vísindamanna
Styrkir til ungra vísindamanna
Styrkir til ungra vísindamanna
Styrkir til ungra vísindamanna
Styrkir til ungra vísindamanna
Styrkir til ungra vísindamanna
Styrkir til ungra vísindamanna
Styrkir til ungra vísindamanna
Styrkir til ungra vísindamanna
Styrkir til ungra vísindamanna