Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Starfsfólki kennd grunnendurlífgun

25. mars 2025

Sérstakt átak er hafið í að kenna starfsfólki Landspítala grunnendurlífgun.

Menntadeildin mun á næstu vikum heimsækja ýmsar starfsstöðvar spítalans og kenna starfsfólki hvernig bregðast eigi við fari fólk í hjartastopp: hvernig eigi að byrja að hnoða, blása og nota sjálfvirkt hjartastuðtæki áður en sérhæfð aðstoð berst. Sömuleiðis eru kennd viðbrögð við aðskotahluti í öndunarvegi og ofnæmislosti. Áður en verkleg kennsla hefst þarf fólk að ljúka u.þ.b. 1 klst. vefnámi í Eddu.

Næsta haust verða svo regluleg námskeið í grunnendurlífgun fyrir allt starfsfólk Landspítala í HermÍs hermisetrinu í Eirbergi á Eiríksgötu.

Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Landspítala, leit við á grunnendurlífgunarnámskeiði sem fram fór á líknardeildinni um miðjan marsmánuð.

Starfsfólki kennd grunnendurlífgun
Starfsfólki kennd grunnendurlífgun
Starfsfólki kennd grunnendurlífgun
Starfsfólki kennd grunnendurlífgun
Starfsfólki kennd grunnendurlífgun
Starfsfólki kennd grunnendurlífgun
Starfsfólki kennd grunnendurlífgun
Starfsfólki kennd grunnendurlífgun
Starfsfólki kennd grunnendurlífgun
Starfsfólki kennd grunnendurlífgun
Starfsfólki kennd grunnendurlífgun
Starfsfólki kennd grunnendurlífgun