Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Sóttu námskeið í vísindalegri nýsköpun

25. apríl 2025

Starfsfólk Landspítala og doktorsnemar í heilbrigðistækni sóttu nýverið þriggja daga masterclass námskeið í vísindalegri nýsköpun hjá Auðnu tæknitorgi.

Áhersla var lögð á nýsköpunarferlið og hvernig rannsóknarniðurstöður geta þróast í átt að hagnýtingu.

Á námskeiðinu fengu þátttakendurnir innsýn í fjölbreyttar hliðar vísindalegrar nýsköpunar, t.a.m. hvað felst í tækniyfirfærslu, hugverkarétt í heilbrigðistækni og hugbúnaði, fjármögnunartækifæri fyrir rannsóknarverkefni, samskipti við fjárfesta og hvernig hægt sé að koma hugmyndum á framfæri með áhrifaríkum hætti.

Á meðal fyrirlesara voru Einar Stefánsson, augnlæknir og stofnandi Oculis, Helga Valfells, einn af stofnendum Crowberry Capital, og Guðmundur Reynaldsson, sérfræðingur í hugverkarétti.

Þátttakendurnir héldu kynningar á síðasta degi námskeiðsins og til að aðstoða þá við undirbúninginn fengu þeir fyrirlestur um hvað felst í áhrifaríkum kynningum frá Kjartani Þórssyni, lækni og stofnanda Prescriby, og þjálfun í framkomu frá Maríu Ellingsen leikkonu.