Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Söfnuðu rúmri milljón fyrir barna- og unglingageðdeild

28. apríl 2025

Nemendur úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ héldu góðgerðarviku í apríl þar sem þau söfnuðu áheitum fyrir barna- og unglingageðdeild Landspítala.

Þau komu sjálf með frábærar hugmyndir að verkefnum, góðgerðarhlaup, dósasöfnun og ýmislegt annað skemmtilegt.

Nemendafélagið hafði háleit markmið fyrir vikuna og var stefnt á að safna einni milljón. Náðist það markmið og gott betur því samtals var safnað 1.200.000 krónum!

Landspítali þakkar kærlega fyrir þetta rausnarlega framlag.

Á myndinni má sjá Jónas Breka Kristinsson og Kristínu Jóhönnu Svansdóttur, formenn góðgerðarviku Nemendafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ, ásamt öðrum nefndarmeðlimum og starfsmönnum barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, Unnsteini Jóhannssyni, ráðgjafa og Tinnu Guðjónsdóttur, deildarstjóra.