Skilaboð frá sýkingavarnadeild Landspítala
25. nóvember 2025
Árlega koma upp faraldrar ýmissa öndunarfæraveirusýkinga og niðurgangspesta sem ganga manna á milli í samfélaginu.

Heilbrigðir einstaklingar jafna sig oftast fljótlega en geta verið smitandi í nokkra daga. Sjúklingar geta verið viðkvæmir fyrir þessum sýkingum og orðið alvarlega veikir.
Nú gengur árlegur inflúensufaraldur yfir og til að vernda sjúklingahópinn okkar, biðjum við fólk um að fresta heimsóknum ef það hefur verið með niðurgang, uppköst eða flensulík einkenni eins og beinverki, höfuðverk eða hita undanfarna 2 sólarhringa.
