Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Sjö útskrifuðust úr sérfræðinámi í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði

29. janúar 2025

Hátíðarathöfn vegna útskriftar úr sérfræðinámi í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum var haldin í Hringsalnum á Landspítala föstudaginn 24. janúar sl.

Útskrifaðir voru fimm hjúkrunarfræðingar og tvær ljósmæður en um er að ræða tveggja ára starfsnám á vegum menntadeildar og framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítala. Markmiðið er að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fái tækifæri til að þróa sérfræðiþekkingu á ákveðnu fræðasviði sem nýtist skjólstæðingum Landspítala.

Útskriftarnemarnir kynntu verkefni sín í sérfræðináminu og fengu afhentar viðurkenningar. Þeir eru:

  • Anna Harðardóttir: Gjörgæsluhjúkrun, börn og taugamat

  • Elsa Ruth Gylfadóttir: Fæðingarhjálp, notkun ómtækja í fæðingum

  • Gyða Valdís Guðmundsdóttir: Barnahjúkrun og hjartveik börn

  • Kristín Jóhannesdóttir: Gjörgæsluhjúkrun og blóðskilunarmeðferð

  • María Kristjánsdóttir: Hjúkrun bráðveikra heila- og taugaskurðsjúklinga

  • Steinunn H. Blöndal: Fæðingarhjálp og eðlilegt fæðingaferli

  • Regína Böðvarsdóttir: Gjörgæsluhjúkrun og öndunarstuðningur

Við athöfnina fluttu ávörp þau Katrín Blöndal, kennslustjóri sérfræðináms, og Ólafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar. Þá sagði Hallfríður Kristín Jónsdóttir sérfræðiljósmóðir frá reynslu sinni af sérfræðináminu. Fundarstjóri var Hrund Scheving Thorsteinsson, deildarstjóri menntadeildar.

https://player.vimeo.com/video/1051066985?badge=0&autopause=0&player%5Fid=0&app%5Fid=58479