Sérfræðingar frá Sahlgrenska heimsóttu Landspítala
18. desember 2025
Sendinefnd frá Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg í Svíþjóð heimsótti Landspítala í byrjun desember.

Landspítali hefur átt í miklu og farsælu sambandi við Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsið og var mikill vilji hjá báðum stofnunum til að efla samstarfið enn frekar.
Í heimsókninni voru ný mannvirki Landspítala kynnt og sérfræðingar frá Landspítala og Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu héldu margvísleg erindi um allt frá nýsköpun í heilbrigðisþjónustu til líffæraflutninga og barnahjartalækninga, svo fátt eitt sé nefnt. Farið var í vettvangsferðir inn á nokkrar einingar spítalans og rætt um samstarf og tækifæri.

