Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Þessi frétt er meira en árs gömul

Samvera á aðventu fyrir syrgjendur verður í Háteigskirkju 28. nóvember 2024

20. nóvember 2024

Það getur tekið á að horfa til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá.

Landspítali og Þjóðkirkjan bjóða syrgjendum til samveru í Háteigskirkju 28. nóvember kl. 20:00. Tilgangurinn er að koma saman og eiga nærandi stund, hlusta á fallega tónlist og uppörvandi texta.

Dagskrá:

Arna Dögg Einarsdóttir, yfirlæknir líknarlækninga á Landspítala, fer með ljóð.Ragnheiður Gröndal syngur nokkur lög.Gunnar Rúnar Matthíasson, sjúkrahúsprestur flytur hugvekju.Ritningarlestrar verða fluttir.Kordía, kór Háteigskirkju, flytur fallega tónlist, stjórnandi kórsins og organisti er Erla Rut Káradóttir.Kirkjugestum gefst færi á að tendra kertaljós á minningarstund.Sr. Ingólfur Hartvigsson, sjúkrahúsprestur stýrir samverunni.

Samveran verður táknmálstúlkuð.

Léttar veitingar verða í boði eftir samveruna.