Rausnarlegur styrkur til geðþjónustu Landspítala
20. ágúst 2025
Lionsklúbburinn Njörður afhenti geðþjónustu Landspítala nýverið styrk upp á 5,3 milljónir króna.
Upphæðin var nýtt til að kaupa reiðhjól og líkamsræktartæki fyrir virknisetur geðþjónustunnar við Hringbraut, batamiðstöðina á Kleppi og Laugarásinn, sem þjónustar ungt fólk með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi.
Það voru íþróttafræðingar sem starfa hjá geðþjónustunni sem völdu tækin í samvinnu við Njörð en þau eru mjög mikilvæg fyrir endurhæfingu og virkni allra þeirra sem njóta aðstoðar geðþjónustunnar.
Landspítali þakkar Lionsklúbbnum Nirði kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.
