Rausnarleg gjöf til vökudeildar Landspítala
23. janúar 2025
Nemendur í Stapaskóla afhentu fulltrúa vökudeildar Landspítala í gær 300 þúsund krónur sem söfnuðust um jólin.
Nemendur og starfsfólk skólans ákváðu í desember að safna frjálsum framlögum til styrktar góðu málefni í stað þess að skiptast á gjöfum á litlu jólunum. Nemendur kusu um hvaða málefni skyldi styrkja og varð vökudeildin fyrir valinu. Það helgaðist meðal annars af því að umsjónarkennari nemenda í 7. bekk eignaðist barn fyrr í vetur og naut þjónustu vökudeildarinnar.
Á myndinni tekur Bára Bragadóttir, hjúkrunarfræðingur á vökudeild, á móti styrknum frá Hinriki Bjarka, formanni nemendafélags Stapaskóla, að viðstöddum nemendum 7. bekkjar.
Landspítali þakkar nemendum og kennurum Stapaskóla kærlega fyrir gjöfina.
