Rask vegna framkvæmda
5. desember 2025
Vegna jarðvegsframkvæmda NLSH fyrir nýja matsdeild við bráðamóttöku Landspítala verður vinnusvæði girt af á hluta bílastæða (fyrst græna svæðið á meðfylgjandi mynd, skömmu síðar bláa svæðið).

Ný malarstæði verða sett upp til bráðabirgða vestar á lóðinni, í stað þeirra stæða sem tapast (sjá rautt svæði á mynd).
Þá verður eyja fjarlægð við inngang að bráðamóttöku og þar útbúin stæði fyrir hreyfihamlaða.
Gönguleið á milli spítalans og bráðamóttökunnar verður haldið opinni eins lengi og hægt er.
