Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Rannsóknarráðstefna sérnámslækna í lyflækningum - Myndband

25. febrúar 2025

Árleg rannsóknarráðstefna sérnámslækna í lyflækningum fór fram í síðustu viku.

Þar kynntu sérnámslæknarnir rannsóknir sínar sem tengdust allt frá jaðaræxlum í eggjastokkum, brjósta- og magakrabbameinum til íslenska ofvaxtarhjartavöðvakvillans, Turner heilkennis og óútskýrðra kviðverkja. Ráðstefnan er mikilvægur vettvangur til að lyfta þeirri mikilvægu vísindavinnu sem sérnámslæknarnir stunda samhliða sérnámi sínu í lyflækningum.

Í myndbandinu er rætt við Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur, klínískan prófessor og umsjónarlækni rannsóknarverkefna sérnámslækna í lyflækningum, Stefaníu Katrínu J. Finnsdóttur, sérnámslækni í lyflækningum og doktorsnema, Magnús Ara Brynleifsson, sérnámslækni í lyflækningum, Hrafnhildi Gunnarsdóttur, sérnámslækni í lyflækningum og doktorsnema, og Vilmund Guðnason, prófessor emeritus í erfðafræði við Háskóla Íslands og forstöðulækni Hjartaverndar.

https://player.vimeo.com/video/1060039500?badge=0&autopause=0&player%5Fid=0&app%5Fid=58479