Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Rætt um aukna próteinneyslu í nýrri fundaröð

3. febrúar 2025

Fyrsti fundurinn í Heilsunni okkar, nýrri fundaröð Landspítala og Háskóla Íslands, fór fram sl. föstudag.

Yfirskriftin var „Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu?“ en vísbendingar eru um að ákveðnir hópar í samfélaginu neyti í auknum mæli fæðutegunda sem innihalda mikið prótein, til dæmis kjötmetis, á kostnað grænmetis, ávaxta og trefja/kornmetis, sem sé ekki í samræmi við næringarviðmið embættis landlæknis.

Fundarstjóri var Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, en erindi héldu Ólafur Skúli Indriðason, sérfræðingur í nýrnalækningum, Jóhanna Eyrún Torfadóttir, lektor í lýðheilsuvísindum, Kristján Þór Gunnarsson, læknir, Steina Gunnarsdóttir, doktorsnemi í heilbrigðisvísindum, Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur, og Thor Aspelund, prófessor í lýðheilsuvísindum.

Heilsan okkar hefur það að markmiði að varpa ljósi á áríðandi mál líðandi stundar sem varða heilsu og heilbrigðisþjónustu. Stefnt er að því að halda einn fund eða viðburð í mánuði, að jafnaði síðasta föstudag mánaðarins, og fer sá næsti fram 28. febrúar. Yfirskrift hans verður “Uppgjör við COVID-19 (5 ár frá upphafi faraldursins)”. Með umsjón og ritstjórn fara Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, og Unnur Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.

Hér má sjá upptöku frá fundinum.

Rætt um aukna próteinneyslu í nýrri fundaröð
Rætt um aukna próteinneyslu í nýrri fundaröð
Rætt um aukna próteinneyslu í nýrri fundaröð
Rætt um aukna próteinneyslu í nýrri fundaröð
Rætt um aukna próteinneyslu í nýrri fundaröð
Rætt um aukna próteinneyslu í nýrri fundaröð
Rætt um aukna próteinneyslu í nýrri fundaröð
Rætt um aukna próteinneyslu í nýrri fundaröð
Rætt um aukna próteinneyslu í nýrri fundaröð
Rætt um aukna próteinneyslu í nýrri fundaröð
Rætt um aukna próteinneyslu í nýrri fundaröð