Þessi frétt er meira en árs gömul
Ráðstefna Rannsóknastofu í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum (RKB)
17. nóvember 2023
verður haldin 22. nóvember 2023.

Verið velkomin á ráðstefnu Rannsóknastofu í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum (RKB) í Hringsal, miðvikudaginn 22. nóvember frá klukkan 12 til 16.
12:00 Setning: Formaður stjórnar RKB, Þóra Steingrímsdóttir, fæðinga og kvensjúkdómalæknir og prófessor
Fundarstjóri: Helga Gottfreðsdóttr, ljósmóðir og prófessor12:10 Aðalfyrirlestur: Berglind Hálfdánsdóttir, ljósmóðir og dósent. Á flótta undan kerfinu? Konur sem velja að fæða án aðstoðar
12:40 Íris Kristjánsdóttir, nýdoktor og sérnámslæknir í barnalækningum: Smitsjúkdómar sem fyrirbyggja má með bólusetningum hjá börnum, unglingum og ungu fólki á Íslandi – er þörf á umbótum?
13:10 Erindi: Heiti og höfundar auglýst síðar.
13:45 Veggspjaldasýning og létar veitingar: Fjórtán veggspjöld verða til skoðunar og höfundarnir eru til viðtals um þau í kaffitíma
14:25 Erindi: Heiti og höfundar auglýst síðar.
15:00 Rannsóknarsjóður RKB: Formaður sjóðsstjórnar, Jóhanna Gunnarsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og lektor úthlutar styrkjum til vísindamanna og styrkþegar segja stuttlega frá verkefnum sínum.
15:45 Lokaorð og ráðstefnuslit
Ráðstefnan er opin öllum sem hafa áhuga og er öllum að kostnaðarlausu.
Ráðstefnan er vettvangur fyrir virkt samtal og veitir fræðafólki, sérfræðingum og öðrum tækifæri til að deila þekkingu, læra hvert af öðru, efla fagleg tengsl og samstarf á sviði fæðinga-, kvenna-, barna og fjölskyldufræða.
