Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Okkar heimur - fræðsla til barna sem eiga foreldra með geðrænan vanda

10. október 2025

Í dag er alþjóðlegur dagur geðheilbrigðis. Dagurinn er helgaður því að auka vitund um geðheilbrigðismál og stuðla að andlegri vellíðan.

Börn sem eiga foreldra sem glíma við geðræn veikindi geta orðið fyrir neikvæðum áhrifum, fái þau ekki viðeigandi stuðning. „Okkar heimur“ er úrræði fyrir þessi börn og býður m.a. upp á fræðslu, stuðningshópa og fjölskyldusmiðjur.

Okkar heimur hefur verið í samstarfi við geðþjónustu Landspítala undanfarin ár og voru nýlega gerðir fjórir örþættir þar sem farið er í heimsókn á Hringbraut, Klepp og Laugarásinn og algengum spurningum barna er svarað.

Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Sigríði Gísladóttur, framkvæmdastjóra Okkar heims.

https://player.vimeo.com/video/1126137474?badge=0&autopause=0&player%5Fid=0&app%5Fid=58479