Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Nýr yfiriðjuþjálfi Landspítala

2. janúar 2025

Sigurbjörg Hannesdóttir hefur verið ráðin yfiriðjuþjálfi Landspítala frá 1. janúar 2025.

Sigurbjörg lauk BS-prófi í iðjuþjálfunarfræðum í Esbjerg árið 2000, diplómanámi í hugrænni atferlismeðferð við Endurmenntun Háskóla Íslands 2009 og diplómanámi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands 2013.

Sigurbjörg varð fyrsti iðjuþjálfinn sem hóf störf á Hrafnistuheimilunum árið 2004 og varð síðan deildarstjóri nýrrar stoðdeildar iðjuþjálfunar og félagsstarfs á Hrafnistuheimilunum til 2019.

Frá árinu 2019 hefur Sigurbjörg starfað sem fræðslustjóri Alzheimersamtakanna þar sem hún hefur m.a. umsjón yfir allri fræðslu á vegum samtakanna og innleiðingu nýrra verkefna.

Sigurbjörg var formaður Öldrunafræðafélag Íslands árin 2014-2021 og sat einnig í stjórn Rannsóknarstofu í öldrunarfræðum (RHLÖ).

„Ég hlakka til að takast á við ný og krefjandi verkefni með frábærum starfsmannahóp, þar sem markmiðið er að veita bestu mögulegu þjónustuna í samráði við sjúklinga og aðstandendur. Áherslur mínar í starfi verða meðal annars efling iðjuþjálfunar, fagmennska, teymisvinna og starfsánægja.“