Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Ný tungumálastefna Landspítala

2. desember 2025

Landspítali hefur samþykkt nýja tungumálastefnu þar sem kveðið er á um að íslenska er aðaltungumál spítalans.

Mikilvægt er að starfsfólk í beinni þjónustu við sjúklinga skilji og tali íslensku enda er markmiðið fyrst og fremst að tryggja öryggi sjúklinganna. Starfsfólki er þó heimilt að tala ensku sé íslenskukunnátta ekki til staðar.

Stefnan á að stuðla að skýrum og skilvirkum samskiptum, tryggja að starfsfólk skilji mikilvægar upplýsingar og geti átt góð samskipti við sjúklinga, aðstandendur og samstarfsfólk.

Í myndbandinu er rætt við Ólaf G. Skúlason, framkvæmdastjóra hjúkrunar, og Marvi Gil, aðstoðardeildarstjóra öryggis- og réttargeðdeildar.