Ný stjórn fagráðs hjúkrunar á lyflækningakjarna
20. nóvember 2025
Ný stjórn fagráðs hjúkrunar á lyflækningakjarna hefur tekið til starfa, fyrsti stjórnarfundur nefndarinnar var 5. september 2025.

Á myndinni frá vinstri: Sólveig Gylfadóttir, Snædís Jónsdóttir, Magali Brigitte Mouy, Inga Lúthersdóttir, Þóranna Ólafsdóttir.
Fagráðið leiðir stefnumótun, faglega þróun og umbótastarf hjúkrunar í lyflækningaþjónustu. Það er málsvari hjúkrunar og sameiginlegur samráðsvettvangur kjarna, með gildi Landspítala að leiðarljósi.
Í stjórn sitja:
Magali Brigitte Mouy, hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild, nýr formaður fagráðsins.
Inga Lúthersdóttir, deildarstjóri á bráðalyflækningadeild
Íris Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur á meltingar- og nýrnadeild
Snædís Jónsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun á göngudeild taugasjúkdóma
Sólveig Gylfadóttir, sérnámshjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild
Þóranna Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og gæðastjóri á gæðadeild
Markmið fagráðsins eru:
Að gera hjúkrun á lyflækningarsviði að eftirsóttum náms- og starfsvettvangi
Að styðja við öflugt nám, kennslu og símenntun starfsfólks og nemenda
Að efla þróun hjúkrunar, auka rannsóknir og innleiða gagnreyndar umbætur
Að stuðla að samræmdu, gagnreyndu og öruggu starfi innan lyflækningadeilda LSH
Á döfinni hjá fagráðinu
Hádegis fræðslufyrirlestrar á Teams síðasta þriðjudag í hverjum mánuði.
Jólahittingur fagráðs hjúkrunar verður miðvikudaginn 17. desember kl. 12:30-13:00 í litlu Blásölum. Boðið verður upp á piparkökur, kakó og jólatónlist til að skapa notalega stemningu. Við hvetjum alla til að koma, spjalla og njóta samverunnar í góðum félagsskap. Endilega skreyta sig, t.d. með jólaskrauti, eyrnalokkum eða hárskrauti.
Málþing fagráðs verður haldið 15. apríl 2025 í Hringsal. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur. Við hvetjum alla til þess að fylgjast með fréttum á Viva Engage síðu fagráðsins.
