Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Ný stjórn fagráðs hjúkrunar á lyflækningakjarna 

20. nóvember 2025

Ný stjórn fagráðs hjúkrunar á lyflækningakjarna hefur tekið til starfa, fyrsti stjórnarfundur nefndarinnar var 5. september 2025.

Á myndinni frá vinstri: Sólveig Gylfadóttir, Snædís Jónsdóttir, Magali Brigitte Mouy, Inga Lúthersdóttir, Þóranna Ólafsdóttir. 

Fagráðið leiðir stefnumótun, faglega þróun og umbótastarf hjúkrunar í lyflækningaþjónustu. Það er málsvari hjúkrunar og sameiginlegur samráðsvettvangur kjarna, með gildi Landspítala að leiðarljósi.

Í stjórn sitja:  

Magali Brigitte Mouy, hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild, nýr formaður fagráðsins. 

Inga Lúthersdóttir, deildarstjóri á bráðalyflækningadeild 

Íris Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur á meltingar- og nýrnadeild 

Snædís Jónsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun á göngudeild taugasjúkdóma 

Sólveig Gylfadóttir, sérnámshjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild 

Þóranna Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og gæðastjóri á gæðadeild 

 Markmið fagráðsins eru: 

  • Að gera hjúkrun á lyflækningar­sviði að eftirsóttum náms- og starfsvettvangi 

  • Að styðja við öflugt nám, kennslu og símenntun starfsfólks og nemenda 

  • Að efla þróun hjúkrunar, auka rannsóknir og innleiða gagnreyndar umbætur 

  • Að stuðla að samræmdu, gagnreyndu og öruggu starfi innan lyflækningadeilda LSH 

Á döfinni hjá fagráðinu 

Hádegis fræðslufyrirlestrar á Teams síðasta þriðjudag í hverjum mánuði.  

Jólahittingur fagráðs hjúkrunar verður miðvikudaginn 17. desember kl. 12:30-13:00 í litlu Blásölum. Boðið verður upp á piparkökur, kakó og jólatónlist til að skapa notalega stemningu. Við hvetjum alla til að koma, spjalla og njóta samverunnar í góðum félagsskap. Endilega skreyta sig, t.d. með jólaskrauti, eyrnalokkum eða hárskrauti. 

Málþing fagráðs verður haldið 15. apríl 2025 í Hringsal. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur. Við hvetjum alla til þess að fylgjast með fréttum á Viva Engage síðu fagráðsins.