Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Níu milljónir renna til slagteymis Landspítala

6. maí 2025

Vísindasjóður Gísla Einarssonar, fyrrverandi yfirlæknis og framkvæmdastjóra kennslu, vísinda og þróunar á Landspítala, og Sigurlaugar Sveinbjörnsdóttur taugalæknis, veitti slagteymi Landspítala níu milljóna króna styrk á Vísindum á vordögum, árlegri uppskeruhátíð vísindastarfs á Landspítala, sem fram fór í síðustu viku.

Í sjóðinn höfðu safnast þær greiðslur sem Gísli og Sigurlaug fengu fyrir rannsóknir sínar á heilablóðfalli á árunum 1995-2000. Að sögn Gísla hafði sjóðurinn legið óhreyfður um nokkurra ára skeið en nú ákváðu þau að veita slagteyminu þennan styrk en teymið veitir þeim sem fá heilablóðfall bráða meðferð.

Í myndbandinu er rætt við Gísla Einarsson, fyrrverandi yfirlækni.

https://player.vimeo.com/video/1080804592?badge=0&autopause=0&player%5Fid=0&app%5Fid=58479