Mótefnagjöf gegn RS-veiru hafin á Landspítala
3. nóvember 2025
Mótefnagjöf gegn RS-veiru er hafin á Landspítala í fyrsta sinn.

Gjöfin fer fram á fæðingardeildinni og því eru börnin komin með mótefnið fyrir heimferð. RS-veiran kemur í faröldrum á hverju ári, yfirleitt frá nóvember og fram í mars, og leggst sérstaklega þungt á börn yngri en 6 mánaða.
Mótefnisins hefur verið beðið með óþreyju en það dregur verulega úr hættu á alvarlegum einkennum af völdum veirunnar. Talið er að mótefnið muni geta fækkað innlögnum á Barnaspítala Hringsins um 40-50 á ári.
Í myndbandinu er rætt við Valtý Thors, yfirlækni á Barnaspítala Hringsins.
