Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Mikil fjölgun í enduraðgerðum gerviliða

22. janúar 2025

Enduraðgerðum á gerviliðum, þegar gömlum gerviliðum er skipt út fyrir nýja, hefur fjölgað síðustu árin á Landspítala.

Gerviliðir endast í u.þ.b. 20 ár en fólk lifir lengur en áður og er heilsuhraustara lengra fram eftir aldri.

Þróunin er þó líka sú að fólk er að þyngjast sem veldur meira álagi á gerviliði og hefur í för með sér að þeir slitna niður fyrr.

Enduraðgerðir eru flóknari aðgerðir en þegar gerviliðir eru fyrst settir í, þar sem örvefur hefur gjarnan myndast og beinin í kringum gerviliðina eru orðin viðkvæm.

Í myndbandinu segir Ásgeir Guðnason bæklunarskurðlæknir m.a. frá ólíkum gerðum enduraðgerða en hann tók þátt í upp undir 100 slíkum á síðasta ári.

https://player.vimeo.com/video/1048587603?badge=0&autopause=0&player%5Fid=0&app%5Fid=58479