Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Lokað fyrir innlagnir á bæklunarskurðdeild

11. nóvember 2025

Frá því á föstudag hefur legudeild B5 bæklunarskurðdeild verið lokuð fyrir innlagnir.

Frá því á föstudag hefur legudeild B5 bæklunarskurðdeild verið lokuð fyrir innlagnir vegna inflúensufaraldurs sem geisar á deildinni.

Af þessum orsökum höfum við þurft að fresta fjölda skurðaðgerða.

Við biðjum sjúklinga og aðstandendur um skilning og þökkum kærlega fyrir þolinmæðina á meðan við vinnum að því að koma aðgerðum aftur á dagskrá.