Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Kvennaverkfall þá og nú

24. október 2025

Í dag er kvennaverkfall og eru 50 ár liðin frá því að konur lögðu fyrst niður störf, launuð sem ólaunuð, í heilan dag til að mótmæla margvíslegri mismunun gegn konum á vinnumarkaðnum og vekja athygli á framlagi kvenna til samfélagsins. Talið er að þá hafi um 25 þúsund konur safnast saman á útifundi við Lækjartorg.

Ekki allar konur sem störfuðu á Landspítala þann 24. október 1975 gátu lagt niður störf, enda heilsa og öryggi sjúklinga í húfi. En sumar hverjar fengu að hætta í hádeginu til að fara á útifundinn og margar lögðu leið sína í miðbæinn síðla dags, eftir að vakt þeirra lauk. "Þetta breytti sýn manns á framtíðinni því þarna varð stórkostleg breyting,” segir Fanney Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur.

Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Fanneyju, Arnfríði Gísladóttur skurðhjúkrunarfræðing og Jóhönnu Sveinsdóttur sjúkraliða um þeirra upplifun af kvennafrídeginum árið 1975 og hvað hefur breyst á spítalanum síðan þá. #ómissandi