Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Þessi frétt er meira en árs gömul

Kristjana ráðin deildarstjóri

26. nóvember 2024

Kristjana G. Guðbergsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri sérhæfðar heimaþjónustu HERA.

Kristjana útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri árið 2004, en hafði jafnframt lokið sjúkraliðaprófi 1991. Hún lauk diplómanámi í sálgæslu árið 2010 og árið 2021 lauk hún námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun á vegum Endurmenntunar HÍ.

Kristjana hefur lengst af starfað við krabbameinshjúkrun og stjórnun. Hún starfaði sem aðstoðardeildarstjóri á blóðlækningadeild 2008 – 2011, en þá tók hún við starfi deildarstjóra blóðlækningadeildar til 2019 og á sameinaðri blóð- og krabbameinslækningadeild til 2020. Hún starfaði eftir það sem hjúkrunarfræðingur á Brjóstamiðstöð en árið 2022 tók hún við sem deildarstjóri Brjóstamiðstöðvar.

„Ég hef um árabil starfað við krabbameinshjúkrun og hef lengi dáðst af því góða starfi sem unnið er í Heru. Hera sinnir sérhæfðri líknarþjónustu í heimahúsi, en starfsemin byggir á traustri teymisvinnu frábærs fagfólks þar sem markmiðið er að veita bestu mögulegu þjónustu til sjúklinga og aðstandenda þeirra. Það eru forréttindi að fá tækifæri til að móta starfsemina og styðja við skjólstæðinga á viðkvæmum stundum í þeirra lífi.“