Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Kaupmannasamtökin færa Landspítala ómtæki að gjöf

3. desember 2025

Föstudaginn 21. nóvember sl. færðu Kaupmannasamtök Íslands svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala fullkomið ómtæki að gjöf.

Tækið er af gerðinni Sonosite PX og fylgdu með því þrír ómpróbar sem nýtast við æðaástungur, t.d. fyrir lyfjabrunna og æðaleggi og einnig fyrir deyfingar. Myndgæði eru með því allra besta sem þekkist í dag og er þetta tæki það fullkomnasta í sínum stærðarflokki frá Sonosite fyrirtækinu. Andvirði tækisins er um 6 milljónir króna og er því um rausnarlega gjöf að ræða.

Það voru þeir Júlíus Þór Jónsson formaður og Ólafur Steinar Björnsson varaformaður Kaupmannasamtakanna sem afhentu tækið. Rut Skúladóttir, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum, og Sara Kristinsdóttir verkfræðingur héldu utan um gjafaferlið og Arnar Ingi Valsson, tæknimaður hjá Icepharma, sá um uppsetningu þess.

Á meðfylgjandi mynd eru Jóhann Már Andersen sérnámslæknir, Ólafur Steinar Björnsson, stjórnarmaður Kaupmannasamtaka Íslands, Kári Hreinsson, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum, Júlíus Þór Jónsson, formaður Kaupmannasamtaka Íslands, Dóra Vigdís Vigfúsdóttir svæfingahjúkrunarfræðingur, Rut Skúladóttir, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum, Sara Kristinsdóttir verkfræðingur og Arnar Ingi Valsson, tæknimaður hjá Icepharma.