Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Jónas ráðinn yfirlæknir húð- og kynsjúkdóma

3. nóvember 2025

Jónas A. Aðalsteinsson hefur tekið við stöðu prófessors við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknis húð- og kynsjúkdóma á Landspítala frá 1. september 2025.

Jónas lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og doktorsprófi í læknavísindum frá sama skóla árið 2021. Hann sérhæfði sig í húðlækningum við University of Connecticut School of Medicine og jafnframt sérnámi í húðmeinafræði frá Mount Sinai í New York.

Jónas starfaði áður sem lektor við University of Utah og síðar við Mount Sinai í New York, þar sem hann sérhæfði sig í greiningu og meðferð sóra, sóragigtar, pemphigoid og pemphigus. Hann situr í ritstjórnum Journal of the American Academy of Dermatology (JAAD) og JAAD Case Reports og er virkur meðlimur amerísku húðlæknasamtakanna (FAAD).

Rannsóknir Jónasar hafa beinst að húðkrabbameinum, húðmeinafræði og bólgusjúkdómum húðar. Hann hefur birt 66 vísindagreinar og bókakafla í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum, þar af 25 sem fyrsti eða síðasti höfundur, og hlotið rannsóknarstyrki m.a. frá Vísindasjóði Landspítala og Nýsköpunarsjóði námsmanna (Rannís). Jónas hefur jafnframt hlotið viðurkenningar fyrir rannsóknir og kennslu, meðal annars "Teacher of the Year" við Mount Sinai og verðlaun American Academy of Dermatology fyrir faraldsfræðirannsóknir sínar.

Jónas er kvæntur Nínu Guðrúnu Geirsdóttur og eiga þau dæturnar Matthildi Eddu og Írisi Övu.

„Húðlækningar hafa þróast hratt síðustu ár með tilkomu nýrra líftæknilyfja og háþróaðrar greiningartækni sem hefur gert fagið sérhæfðara en nokkru sinni fyrr – en einnig meira spennandi, þar sem við getum nú gert meira fyrir sjúklingana okkar en áður. Ég sé mikla framtíð í því að samhæfa klíníska reynslu, húðmeinafræði og rannsóknir, því með því getum við ekki aðeins bætt greiningarferlið heldur einnig aukið skilning okkar á flóknum húðsjúkdómum og bætt horfur sjúklinga um land allt.“