Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Inga Lúthersdóttir ráðin deildarstjóri bráðalyflækningadeildar

13. júní 2025

Inga Lúthersdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri bráðalyflækningadeildar frá 1. maí.

Inga útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og hóf störf á hjartadeild Landspítala að loknu námi og starfaði þar til ársins 2014.

Samhliða starfinu á spítalanum starfaði hún sem framhaldsskólakennari og skólahjúkrunarfræðingur frá 2006-2018.

Árið 2017 hóf Inga störf á bráðalyflækningadeild og hefur starfað sem aðstoðardeildarstjóri frá 2022.

Inga lauk diplómanámi í kennslufræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og MPA námi, opinber stjórnsýsla, nýsköpun og þróun þjónustu og starfshátta, frá sama skóla árið 2021.

„Ég tek þakklát við starfi deildarstjóra á bráðalyflækningadeild og hlakka til að takast á við þau verkefni sem framundan eru. Á deildinni starfar samhentur hópur fagfólks og mun ég leggja áherslu á að hlúa vel að þeim frábæra mannauð. Saman munum við halda áfram að veita framúrskarandi hjúkrunarþjónustu með það að markmiði að tryggja velferð og öryggi okkar skjólstæðinga.“