Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Hulda ráðin deildarstjóri innkaupadeildar

6. júní 2025

Hulda Harðardóttir hefur verið ráðin deildarstjóri innkaupadeildar Landspítala frá og með 1. júní 2025.

Hulda lauk kandídatsprófi í lyfjafræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og mastersnámi í heilsuhagfræði frá sama skóla árið 2010. Hulda var stundakennari í lyfjahagfræði við Lyfjafræðideild HÍ frá 2010-2019.

Hulda býr yfir víðtækri reynslu af innkaupum innan heilbrigðiskerfisins og hefur náð mjög góðum árangri í verkefnum í opinberum innkaupum á lyfjum að norrænni fyrirmynd og í sameiginlegum norrænum útboðum, sem miða að lækkun lyfjakostnaðar og tryggu aðgengi.

„Ég þakka traustið og hlakka til að takast á við fleiri krefjandi verkefni á innkaupadeild Landspítala með því góða starfsfólki sem þar sinnir hagkvæmum opinberum innkaupum, með það að markmiði að tryggja öryggi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustu.“