Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Hugum vel að hreinlæti og handþvotti yfir hátíðarnar

17. desember 2025

Ekki aðeins er slæmur inflúensufaraldur að herja á landsmenn heldur er skæð nóróveira einnig að ganga.

Inflúensan er fyrr á ferðinni en vanalega sem er sérstaklega óheppilegt í ljósi þess að nú er tími jólaveisla og hlaðborða að ganga í garð.

Nauðsynlegt er að fólk hugi vel að hreinlæti og handþvotti, mæti ekki veikt í veislur eða á vinnustaði og gæti sérstaklega að eldra fólki og öðrum viðkvæmum einstaklingum.

Þá er vert að hvetja til bólusetninga en þótt fólk hafi þegar fengið einhvers konar pest þá felst enn ávinningur í því að láta bólusetja sig.

Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Ólaf Guðlaugsson, yfirlækni sýkingavarnadeildar Landspítala.