Heilbrigð öldrun í forgrunni á alþjóðlegum degi sjúkraþjálfara
11. september 2025
Þann 8. september sl. var alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfara. Dagurinn markar einingu og samstöðu í samfélagi sjúkraþjálfara sem á þessum degi vilja vekja sérstaka athygli á störfum sínum.
Í ár var þema dagsins heilbrigð öldrun en það felur í sér að vera virkur, viðhalda fjölskyldu- og vinasamböndum og halda áfram að sinna því sem skiptir viðkomandi mestu máli.
Nokkrum dögum fyrr fór fram málþing sjúkraþjálfunar Landspítala. Sjúkraþjálfarar, nemar, íþróttafræðingar, sjúkraliðar og annað starfsfólk sjúkraþjálfunarinnar hlýddu á fjölbreytta fyrirlestra og fengu kynningar á nýjum tækjabúnaði.
Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Landspítala, leit við á málþinginu og smellti af nokkrum myndum.
