Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Háþrýstisúrefnismeðferð áfram veitt á Landspítala 

14. nóvember 2025

Á Landspítala hefur háþrýstisúrefnismeðferð verið veitt frá árinu 1993 í samstarfi við Íslensk alþjóðlega þjónustufélagið ehf.

Háþrýstisúrefnismeðferð er nauðsynleg þjónusta sem m.a. er veitt í kjölfar köfunarslysa og alvarlegrar reykeitrunar. Einnig er meðferðinni beitt í vaxandi mæli í viðureign við þrálát sár og vefjadrep sem og gegn öðrum alvarlegum vandamálum. Meðferðin er sérhæfð og hefur nýverið verið ráðist í endurnýjun háþrýstisúrefnisklefans á Landspítala.

Frá og með næstu áramótum mun Landspítali alfarið taka yfir rekstur þjónustunnar sem verður haldið áfram í óbreyttu formi. Telur spítalinn sig vel í stakk búinn til að starfrækja umrædda þjónustu og þróa hana á gagnreyndan máta í samræmi við alþjóðlega viðurkennda staðla. 

Af gefnu tilefni vill Landspítali upplýsa bæði sjúklinga og starfsfólk um að áfram verði veitt háþrýstisúrefnismeðferð á spítalanum með sambærilegu móti og verið hefur.