Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Hanna listaverk fyrir nýbyggingu Grensásdeildar

17. mars 2025

Listafólkið Arnar Ásgeirsson og Sirra Sigrún Sigurðardóttir bar sigur úr býtum í samkeppni um listaverk í nýbyggingu Grensásdeildar, endurhæfingardeildar Landspítala, sem NLSH stóð fyrir. Þá hlaut tillaga eftir Önnu Hallin sérstaka viðurkenningu.

Samkvæmt myndlistarlögum skal 1% af heildarbyggingarkostnaði opinberra nýbygginga vera varið til listaverka í henni og umhverfi hennar.

Samkeppni þessi var undirbúin og unnin í samstarfi við Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Samkeppnin var lokuð að undangengnu lokuðu forvali. Verkefnið fólst í því að gera tillögu að listaverki eða -verkum í nýbyggingu Grensásdeildar eða á lóð hennar. Lögð var áhersla á að listaverkið væri hluti af heildarhönnun byggingarinnar eða lóðarinnar.

Nánar má lesa um niðurstöður samkeppninnar hér. Tillögur Arnars má sjá hér og tillögur Sirru hér og hér.