Guli dagurinn - 10. september
10. september 2025
Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er í dag, 10. september.
Mánuðurinn allur, gulur september, er tileinkaður vitundarvakningu um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með kærleika, aðgát og umhyggju að leiðarljósi.
Í tengslum við átakið í ár voru búin til spjöld þar sem farið er yfir grunnskrefin annars vegar í endurlífgun og hins vegar í sálrænni skyndihjálp.
Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Kristófer Kristófersson, hjúkrunarfræðing á geðgjörgæslu Landspítala, sem segir nánar frá gulum september.
https://player.vimeo.com/video/1115837610?badge=0&autopause=0&player%5Fid=0&app%5Fid=58479
